© Hunkubakkar.is   -   Vefsíðugerð hýsing og umsjón: Bemar tækniþjónusta                                                                                                                                                
Vefpóstur innskráning
Gestgjafarnir á Hunkubökkum hafa ætíð lagt áherslu á trausta og persónulega þjónustu, góðan mat og vinalegt umhverfi.

Á Hunkubökkum hefur verið rekin ferðaþjónusta síðan 1974.

Á jörðinni er stunduð ferðaþjónusta og sauðfjárbúskapur.

Við bjóðum gistingu í smáhýsum sem bæði eru með sér baði og eða sameiginlegu baði.

Í næsta nágrenni er sundlaug með heitum pottum, 9 holu golfvöllur, veiði  og síðast en ekki síst stórbrotin náttúra sem bíður upp á margar mismunandi gönguleiðir með erfiðleikastigi fyrir alla.

Hunkubakkar á síðu eru við Lakaveg nr 206, 6 km vestan við Kirkjubæjarklaustur.

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að Hunkubökkum.
Veitingastaðurinn okkar býður uppá mat frá býli og úr héraði. 

Góð staðsetning fyrir  skoðunarferðir í Fjaðrárgljúfur, Lakagíga, Eldgjá, Landmannalaugar, Skaftafell og  Jökulsárlón. Góðar gönguleiðir  í nágrenninu og fallegt útsýni. Frá Hunkubökkum er stutt til flestra áhugaverðustu staða Suðurlands.

Áhugaverðir tenglar: 
Vefmyndavél - Veður - Um Skaftárelda.
Vefpóstur: info@hunkubakkar.is
Símar: 487 4681 og 8652652
Ferðaþjónustan Hunkubökkum
880 Kirkjubæjarklaustri
Ferðaþjónusta bænda
Inspire By Iceland