Velkomin á Hunkubakka.

Ferðaþjónustan á Hunkubökkum eru staðsett við Lakaveg 206, 1 km frá þjóðvegi 1. Þar hefur verið rekin ferðaþjónusta síðan 1974 samhliða sauðfjárbúskap.

Ferðaþjónustan á Hunkubökkum býður upp á 20 herbergi í heildina, þar af 6 tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði, 6 bjálkahús sem eru 3 og 4 manna með sér baði og 8 tveggja manna herbergi með sér baði.

Húsin eru nálægt aðalbyggingunni, en þar er að finna gestamóttöku ásamt veitingastað/kaffihúsi sem opinn er á kvöldin og á daginn hluta sumars, einnig er morgunverður borinn fram þar.

Veitingastaðurinn er með gott úrval af réttum frá býli og héraði.  Við erum sauðfjárbændur og bjóðum upp á okkar eigið gómsæta grillaða lambakjöt á matseðli.  Hægt er að bóka morgun- og kvöldverð á veitingastað okkar.

Við tökum á móti minni og stærri hópum ( 50manns )  í kvöldverð en einnig hádegisverðar- og kaffihlaðborð, eftir pöntunum.

Á Hunkubökkum er fullkomin gisting fyrir alla ferðalanga sem dreymir um að kanna Suðurlandið, þar sem þekkstustu kennileitin eins og Fjaðrárgljúfur, Fagrifoss, Lakagígar, Eldgjá, Sveinstindur, Landmannalaugar, Skaftafell og  Jökulsárlón eru í tiltölulega stuttri akstursfjarlægð. Tilvalinn áfangastaður fyrir fjölskyldur, göngugarpa og hjólreiðafólk .  

Í næsta nágrenni (6 km.) er sundlaug með heitum pottum, leikvöllur með stórri hoppdýnu og  síðast en ekki síst stórbrotin náttúra, sem bíður upp á heilsusmlega útiveru.

Gestgjafarnir á Hunkubökkum leggja áherslu á góða og persónulega þjónustu ásamt góðum mat og rólegu afslappandi umhverfi í fallegri náttúru.

Ferðaþjónustan á Hunkubökkum er opin frá 1. mai til 31. október.( Vegna covid lokuðum við 15. september þetta árið)

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að Hunkubökkum.

Jakobína Flosadóttir og Pálmi Hreinn Harðarsson